9.10.2007 | 13:21
Hundasýning
Um helgina var alþjóðleg hundasýning HRFÍ haldin í Víðidal. Saman komu rúmlega 800 hundar af 80 tegundum. Stærsta hundasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Og við mamma fórum af sjálfsögðu með Dívu og Jackie. Á laugardaginn vorum við í kynningarbás og stóðu þær sig vel, heilluðu fullt af fólki. Á meðan við vorum í kynningarstarfsemi vorum við líka að passa Kolbrá. Humm, hún vildi að sjálfsögðu fá athygli humm. Og henni finnst miklu skemmtilegra að fíflast í sætunum en að vera í girðingu sem var í kringum básinn svo að hundarnir sleppi ekki. En á sunnudaginn voru papillon sýndir. Óliver og Kvika voru sýnd í ungliðaflokki. Óliver karlinn fékk 2. einkunn svo að við vonum bara að honum gangi betur næst. En Kvika fallega, sæta fékk heiðursverðlaun, meistaraefni og var þriðja besta tík tegundar!!! Við erum svo stolt af henni
Athugasemdir
Já svona er þetta, gengur ekki alltaf allt upp. En flott hjá Kviki pæju :)
Jójó (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:27
Æji KvikU ...........
Jójó (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.