Sami hringurinn

Alltaf gerir maður það sama, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hvað er ég að tala um, jú auðvitað skólann. En ef maður færi ekki í skóla hvað yrði þá um framtíð manns, vinna í Bónus það sem eftir er lífsins eða hvað??! Ég vil ekki láta það gerast. En allavega þá er ég í skólanum á netinu. Í fyrsta tíma fór ég í dönsku í glósupróf og það gekk vel, fékk 8,5. Og í tímanum á rétt áðan fór ég í hljóðfræðipróf í íslensku, held að það hafi gengið vel.  Í augnablikinu er ég að lesa Flugdrekahlauparann sem kjörbók í íslensku. Mjög spes bók og frekar sorgleg, en góð er hún. Ætli þetta sé ekki nóg í bili þar sem að ég hef ekki um neitt markt að skrifa og þetta sem ég hef skrifað er mikið afrek.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband