Hundasýning

Um helgina var alþjóðleg hundasýning HRFÍ haldin í Víðidal. Saman komu rúmlega 800 hundar af 80 tegundum. Stærsta hundasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Og við mamma fórum af sjálfsögðu með Dívu og Jackie. Á laugardaginn vorum við í kynningarbás og stóðu þær sig vel, heilluðu fullt af fólki. Á meðan við vorum í kynningarstarfsemi vorum við líka að passa Kolbrá. Humm,  hún vildi að sjálfsögðu fá athygli humm. Og henni finnst miklu skemmtilegra að fíflast í sætunum en að vera í girðingu sem var í kringum básinn svo að hundarnir sleppi ekki. En á sunnudaginn voru papillon sýndir. Óliver og Kvika voru sýnd í ungliðaflokki. Óliver karlinn fékk 2. einkunn svo að við vonum bara að honum gangi betur næst. En Kvika fallega, sæta fékk heiðursverðlaun, meistaraefni og var þriðja besta tík tegundar!!! Við erum svo stolt af henni Wizard  Sýning 6-7. okt 073

Sami hringurinn

Alltaf gerir maður það sama, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hvað er ég að tala um, jú auðvitað skólann. En ef maður færi ekki í skóla hvað yrði þá um framtíð manns, vinna í Bónus það sem eftir er lífsins eða hvað??! Ég vil ekki láta það gerast. En allavega þá er ég í skólanum á netinu. Í fyrsta tíma fór ég í dönsku í glósupróf og það gekk vel, fékk 8,5. Og í tímanum á rétt áðan fór ég í hljóðfræðipróf í íslensku, held að það hafi gengið vel.  Í augnablikinu er ég að lesa Flugdrekahlauparann sem kjörbók í íslensku. Mjög spes bók og frekar sorgleg, en góð er hún. Ætli þetta sé ekki nóg í bili þar sem að ég hef ekki um neitt markt að skrifa og þetta sem ég hef skrifað er mikið afrek.

Nýja bloggið mitt

Kannski verð ég duglegri núnaWink  Ekkert merkilegt á seyði. Er í skólanum að læra.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband